8928022 stofan@creo.is

Hönnun &
nýsköpun
til góðs

Okkar nálgun

Creo er hönnunarfyrirtæki sem vinnur með frábærum fyrirtækjum að því að skapa hönnunarstefnu, vörur, þjónustu og upplifun sem hefur áhrif á samfélagið til góðs.

Okkar list er að skapa hönnun sem gengur fram úr væntingum notenda.

Okkar sérstaða er listræn og stefnumiðuð nálgun sem gefur vörunni eða þjónustunni aukið vægi á markaði, eykur notkun, jákvæða upplifun og aðgreiningu.

STAFRÆN VEGFERÐ

Stefnumiðuð stafræn stjórnun

Við veitum ráðgjöf og verkfæri til stjórnenda sem standa á þröskuldi stafrænna umskipta. Við aðstoðum þá við ná yfirsýn, móta stefnu og skipulag deilda til að tryggja jákvætt starfsumhverfi með hag fyrirtækis og starfsmanna að leiðarljósi.

UX þarfagreining

Við tökum að okkur UX rannsóknarvinnu á stafrænum miðlum, notendum þeirra og þeim markaði sem viðkomandi þjónusta þjónar. UX þarfagreining er lykilatriði gagnvart hönnunar á stafrænum verkvangi.

UX stefna fyrir stafræn umskipti

Við bjóðum upp á ráðgjöf & gerð UX stefnu fyrir stafræna þjónustu. UX stefnan gefur heildarmynd á verkið, skilgreinir hlutverk lykilaðila og aðveldar alla hugbúnaðarþróun og eykur framleiðni ásamt því að hafa jákvæð áhrif á samskipti. Við aðstoðum lykilaðila marka þá lykilmælikvarða sem þarf til að framfylgja stefnunni. 

HÖNNUN & NÝSKÖPUN

Okkar stefna er að virkja skapandi sýn og hönnunarkraft til þess að skapa upplifun og hönnun sem hefur jákvæð áhrif á samfélagið.

UX hönnun

 

Við veitum ráðgjöf og tökum að okkur verkefni í stjórnun upplifunarhönnunar við þróun vöru og þjónustu. Framúrskarandi UX hönnun innan fyrirtækja tryggir að þeir sem til hennar leita geti á auðveldan hátt nýtt sér þjónustu/vöru og upplifunin verði jákvæð.

List okkar er að fara framúr væntingum notenda og skapa í leiðinni jákvæð áhrif út í samfélagið.

Alhliða grafísk hönnun & ráðgjöf

 Með yfir 20 ára reynslu við hönnun og hönnunarstjórn, bjóðum við upp á ráðgjöf, verkefnastjórn og/eða gerð hönnunarstaðla fyrir stafrænt sem og prentað markaðsefni fyrirtækja/stofnana.

Creo er ein af fáum hönnunarstofum sem að skilar hönnunarstöðlum bæði fyrir stafrænt efni sem og prentað efni. Slík nálgun tryggir heildarupplifun á vörumerki í öllu markaðsefni.

Vöruhönnun

Við hönnum og framleiðum vörur undir eigin merki sem hafa það að markmiði að efla góðvild og samlíðan í samfélaginu. 

Vefhönnun

Við hönnum vefi fyrir stærri sem smærri fyrirtæki.

Við skilum hönnunarstaðli í Figma og leggjum upp úr góðu samstarfi við hagsmunaaðlia vörumerkis við gerð staðalsins. 

Einnig tökum við að okkur hönnun og uppsetningu á wordpress vefjum og netverslunum, Shopify vefverslunum og hönnum vefi fyrir WIX. 

Umbúða- og bókahönnun

Með mikla reynslu í umbúðahönnun, bæklingum og bókum tökum við fagnandi á þinni vöru til hönnunar.

Biofilisk upplifunarhönnun

Bíófílisk upplifunarhönnun byggir á eðlislægri tilhneigingu manna til að tengjast náttúrunni sem hefur áhrif á líkamlega og andlega heilsu fólks og líðan.

Bíófílisk upplifunarhönnun skapar náttúruupplifun í byggðu rými og eykur þannig á vellíðan og bætir heilsu þeirra sem þar starfa. 

STJÓRNENDARÁÐGJÖF

Stjórnun nýsköpunar (e. Creative leadership)

Við veitum stjórnendum í skapandi greinum ráðgjöf um hvernig skapa má starfsumhverfi og menningu sem að eflir sköpunarkraft og flæði nýsköpunar. 

Stefnumiðuð stafræn stjórnun

Við veitum ráðgjöf og verkfæri til stjórnenda sem standa á þröskuldi stafrænna umskipta. Við aðstoðum þá við ná yfirsýn, móta stefnu og skipulag deilda til að tryggja jákvætt starfsumhverfi með hag fyrirtækis og starfsmanna að leiðarljósi.

Jákvæð stjórnun

Við veitum stjórnendum ráðgjöf um jákvæð inngrip til að tryggja vellíðan á vinnustað, sköpunarkraft og framsækni í skapandi greinum, byggt á jákvæðri sálfræði. Við veitum handleiðslu í að skapa vinnuumhverfi þar sem starfsfólk blómstrar í starfi.

Okkar list er að skapa vöru sem gengur fram úr væntingum notenda

vinnum saman

Við höfum yfir 20 ára reynslu í hönnun fyrir nokkur af stærstu fyrirtækjum landsins,
þ.á.m. WOW air, Reykjavíkurborg, Símann, Icelandair Hotels, Kaupás o.fl.

Spjöllum saman!